Kylfuberi Bubba Watson spilar í úrtökumóti fyrir Zurich Classic BVB skrifar 21. apríl 2014 23:14 Kylfuberinn hans Bubba Watson, Ted Scott, nýtti sér það að Bubba var í fríi þessa vikuna og reyndi fyrir sér í úrtökumóti fyrir Zurich Classic mótið á PGA mótaröðinni. Hann lék hringinn í úrtökumótinu á 1-undir pari. Hann var fjórum höggum frá því að komast inn í Zurich mótið, sem telst nokkuð góður árangur hjá manni sem hefur atvinnu af því að bera kylfur en ekki að slá með þeim, en Scott var atvinnumaður í golfi áður en hann gerðist kylfuberi. „Það var ekki draumur minn að vera kylfuveri, en það er það núna. Að vera kylfuberi fyrir frábæran kylfing sem kemur vel fram við mig er draumastarf“. „Ég hef spilað með honum(Bubba) örugglega 40 eða 50 sinnum. Við höfum verið saman í langan tíma og í hvert einasta skipti sem ég fylgist með honum spila golf hugsa ég með mér „hvernig fór hann eiginlega að þessu?“. Ég spurði hann á 18.holu á Augusta hvort hann væri frá plánetunni Mars því ég trúði bara ekki hvað hann hafði slegið ótrúleg högg“ sagði Ted Scott um yfirmann sinn Bubba Watson.Scott fékk ekkert í laun fyrir að reyna fyrir sér í úrtökumótinu þessa vikuna. Hann fékk hinsvegar sennilega um 10 prósent af þeim 1.6 milljón Bandaríkjadölum sem Bubba fékk fyrir að sigra Masters. Ekki slæmt starf að vera kylfuberi á PGA mótaröðinni. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfuberinn hans Bubba Watson, Ted Scott, nýtti sér það að Bubba var í fríi þessa vikuna og reyndi fyrir sér í úrtökumóti fyrir Zurich Classic mótið á PGA mótaröðinni. Hann lék hringinn í úrtökumótinu á 1-undir pari. Hann var fjórum höggum frá því að komast inn í Zurich mótið, sem telst nokkuð góður árangur hjá manni sem hefur atvinnu af því að bera kylfur en ekki að slá með þeim, en Scott var atvinnumaður í golfi áður en hann gerðist kylfuberi. „Það var ekki draumur minn að vera kylfuveri, en það er það núna. Að vera kylfuberi fyrir frábæran kylfing sem kemur vel fram við mig er draumastarf“. „Ég hef spilað með honum(Bubba) örugglega 40 eða 50 sinnum. Við höfum verið saman í langan tíma og í hvert einasta skipti sem ég fylgist með honum spila golf hugsa ég með mér „hvernig fór hann eiginlega að þessu?“. Ég spurði hann á 18.holu á Augusta hvort hann væri frá plánetunni Mars því ég trúði bara ekki hvað hann hafði slegið ótrúleg högg“ sagði Ted Scott um yfirmann sinn Bubba Watson.Scott fékk ekkert í laun fyrir að reyna fyrir sér í úrtökumótinu þessa vikuna. Hann fékk hinsvegar sennilega um 10 prósent af þeim 1.6 milljón Bandaríkjadölum sem Bubba fékk fyrir að sigra Masters. Ekki slæmt starf að vera kylfuberi á PGA mótaröðinni.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira