Sjálfhreinsandi bílalakk Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 09:15 Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent