Sjálfhreinsandi bílalakk Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 09:15 Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent
Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent