Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu öruggan sigur á bikarmeisturum Breiðabliks, 3-0, í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna í kvöld en leikið var í Egilshöllinni.
Danka Podovac kom Stjörnunni yfir í leiknum á 31. mínútu í fyrri hálfleik en fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum.
Stjarnan gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik en HarpaÞorsteinsdóttir skoraði á 63. og 85. mínútu. Markadrottning síðasta sumars í stuði í kvöld.
Þar sem liðin eru handhafar tveggja stærstu titlanna mætast þau á ný í Meistarakeppni KSÍ á föstudaginn en sá leikur fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Harpa skoraði tvö er Stjarnan tryggði sér sigur í Lengjubikarnum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
