Rúgbrauð með rjóma á Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 14:15 Glæst framlenging á Rúgbrauðinu. Nú er gamla Rúgbrauðið frá Volkswagen hætt í framleiðslu, en það þýðir ekki að frægð þess og aðdáun fari minnkandi. Fyrir aðdáendur þess er nú mögulegt að fá sér framlengingu í sama stíl og lit. Það eru hjón ein í Bretlandi sem hófu framleiðslu á þeim og nú er svo komið að þau eru einnig framleidd í Oregon í Bandaríkjunum og rjúka út. Þau eru ekki framleidd úr gömlum Rúgbrauðum heldur sérframleidd frá grunni. Í þeim er vönduð innrétting í retro-stíl og flest þau þægindi sem ferðaglatt fólk óskar sér, eldavél og tvíbreitt rúm og fá má þau með upphækkuðu þaki svo þau verði manngeng. Úr verður mjög svo aðlaðandi hjólhýsi sem höfðar mjög til aðdáenda gamla Rúgbrauðsins. Lengd þess er um 5 metrar og breiddin 180 sentimetrar. Verð þeirra er um 2,5 milljónir króna í Bandaríkjunum. Framleiðandinn í Oregon hefur reyndar selt flest þeirra útbúin sem söluvagna til allskonar matvöru og hefur vart við að sinna pöntunum. Lagleg innrétting. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Nú er gamla Rúgbrauðið frá Volkswagen hætt í framleiðslu, en það þýðir ekki að frægð þess og aðdáun fari minnkandi. Fyrir aðdáendur þess er nú mögulegt að fá sér framlengingu í sama stíl og lit. Það eru hjón ein í Bretlandi sem hófu framleiðslu á þeim og nú er svo komið að þau eru einnig framleidd í Oregon í Bandaríkjunum og rjúka út. Þau eru ekki framleidd úr gömlum Rúgbrauðum heldur sérframleidd frá grunni. Í þeim er vönduð innrétting í retro-stíl og flest þau þægindi sem ferðaglatt fólk óskar sér, eldavél og tvíbreitt rúm og fá má þau með upphækkuðu þaki svo þau verði manngeng. Úr verður mjög svo aðlaðandi hjólhýsi sem höfðar mjög til aðdáenda gamla Rúgbrauðsins. Lengd þess er um 5 metrar og breiddin 180 sentimetrar. Verð þeirra er um 2,5 milljónir króna í Bandaríkjunum. Framleiðandinn í Oregon hefur reyndar selt flest þeirra útbúin sem söluvagna til allskonar matvöru og hefur vart við að sinna pöntunum. Lagleg innrétting.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent