„Á pappírunum leit Barein út fyrir að vera erfiðasta keppnin fyrir okkur en það eru nýir hlutir á leiðinni í bílana þannig vonandi förum við að bæta okkur,“ segir KimiRaikkonen, ökuþór Ferrari í Formúlu 1.
Ferrari-liðið fer hræðilega af stað á tímabilinu en hjá ítalska risanum hefur mönnum gengið illa að smíða samkeppnishæfan bíl eftir nýju reglunum.
Hvorugur Ferrari-ökumannanna, Raikkonen eða FernandoAlonso, hefur komist á pall í fyrstu keppnum ársins og best náði Alonso fjórða sæti. Raikkonen, sem vann keppni á Lotus-bíl í fyrra, hefur ekki endað ofar en í sjöunda sæti.
„Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og fólkið í verksmiðjunni er 100 prósent einbeitt að því að bæta bílana. Það tekur bara sinn tíma. Það er staðreynd. Við erum ekkert heimskir. Það eru góðir hlutir í gangi hjá okkur líka, segir Raikkonen.
Raikkonen: Við erum ekki heimskir

Tengdar fréttir

Lewis Hamilton vann í Bahrain
Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji.

Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain?
Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er
Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir.