Kunnugleg nöfn í toppbaráttunni eftir fyrsta hring á Augusta 11. apríl 2014 00:01 Jimenez og Haas voru sáttir eftir fyrsta hring í dag. AP/Vísir Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira