Milljón Dacia Duster á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 14:15 Dacia Duster. Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent
Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent