Herbalife sætir rannsókn FBI Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2014 11:02 Söluaðferðir fyrirtækisins hafa vakið athygli bandarískra yfirvalda. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira