Herbalife sætir rannsókn FBI Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2014 11:02 Söluaðferðir fyrirtækisins hafa vakið athygli bandarískra yfirvalda. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent