Illa farið með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 13:45 Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent
Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent