8,9% aukning bílasölu í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 16:12 Sala bíla er á hægri uppleið. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent