8,9% aukning bílasölu í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 16:12 Sala bíla er á hægri uppleið. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent