Leysa koltrefjar stálið af hólmi? Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 10:43 Í BMW i8 rafmagnsbílinn eru koltrefjar mikið notaðar. Autoblog Koltrefjar sem notaðar eru æ meira við smíði bíla munu lækka um 70% á næstu árum að sögn framleiðenda koltrefja. Ef svo mun verða er hætt við því að koltrefjar leysi að stórum hluta af stálnotkun og að einhverjum hluta álnotkun í bíla. Koltrefjar er afar létt og sterkt efni sem hentar vel í smíði bíla og með notkun þess í stað stáls er hægt að létta bíla mikið. Í dag er 80% af kaupverði koltrefja vegna framleiðslukostnaðar en aðeins 20% vegna hráefnis og þar liggur lausnin á lækkun kostnaðar. Framleiðslan mun þróast mjög hratt og kostaðurinn við hana lækka mikið. Í dag kostar kílóið af koltrefjum um 100 Evrur, eða 15.600 krónur, en gæti farið niður í 4.700 krónur ef spá framleiðenda rætist. BMW notar nú 3.000 tonn á ári í smíði bíla sinna og fer sú notkun sífellt vaxandi. Undirvagn bæði BMW i3 og BMW i8 rafmagnsbílanna eru úr koltrefjum og næsta kynslóð BMWE 7-línunnar verður að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum. Bæði BMW og Volkswagen eru stórir hluthafar í fyrirtækjum sem framleiða koltrefjar og áætla mikla aukningu notkunar koltrefja á næstu árum. Þó svo koltrefjar verði áfram dýrari kostur en stál, þrátt fyrir lækkun á næstunni, þarf að hafa í huga að koltrefjar ryðga ekki og þarf ekki yfirborðsmeðhöndlun sem vinnur gegn ryði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent
Koltrefjar sem notaðar eru æ meira við smíði bíla munu lækka um 70% á næstu árum að sögn framleiðenda koltrefja. Ef svo mun verða er hætt við því að koltrefjar leysi að stórum hluta af stálnotkun og að einhverjum hluta álnotkun í bíla. Koltrefjar er afar létt og sterkt efni sem hentar vel í smíði bíla og með notkun þess í stað stáls er hægt að létta bíla mikið. Í dag er 80% af kaupverði koltrefja vegna framleiðslukostnaðar en aðeins 20% vegna hráefnis og þar liggur lausnin á lækkun kostnaðar. Framleiðslan mun þróast mjög hratt og kostaðurinn við hana lækka mikið. Í dag kostar kílóið af koltrefjum um 100 Evrur, eða 15.600 krónur, en gæti farið niður í 4.700 krónur ef spá framleiðenda rætist. BMW notar nú 3.000 tonn á ári í smíði bíla sinna og fer sú notkun sífellt vaxandi. Undirvagn bæði BMW i3 og BMW i8 rafmagnsbílanna eru úr koltrefjum og næsta kynslóð BMWE 7-línunnar verður að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum. Bæði BMW og Volkswagen eru stórir hluthafar í fyrirtækjum sem framleiða koltrefjar og áætla mikla aukningu notkunar koltrefja á næstu árum. Þó svo koltrefjar verði áfram dýrari kostur en stál, þrátt fyrir lækkun á næstunni, þarf að hafa í huga að koltrefjar ryðga ekki og þarf ekki yfirborðsmeðhöndlun sem vinnur gegn ryði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent