Smábílar seljast vel í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2014 10:53 Mitsubishi Mirage og Chevrolet Spark. Í landi hinna stóru bíla bregður svo við að smábílar eru farnir að seljast vel. Bandaríkjamenn hafa ekki verið ýkja hrifnir af smábílum sem flestir hafa verið hannaðir fyrir Evrópumarkað, Japan og aðra þá markaði þar sem smábílar höfða mikið til kaupenda. Það á einmitt við Chevrolet Spark sem er þó framleiddur af Bandarískum framleiðanda, General Motors. Nú ber svo við að Spark selst mjög vel þar vestra og í síðasta mánuði seldust 5.117 eintök af bílnum og jókst salan um 44,6% frá fyrra ári. Ennfremur er salan góð á öðrum smábíl, Mitsubishi Mirage, en sala á honum hófst á síðasta ári. Vonir Mitsubishi voru bundnar við að selja 7.000 bíla á ári, en nú þegar á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur þeirri sölu verið náð. Ef sala þess bíls heldur áfram á þessum nótum má Mitsubishi búast við að selja 28.000 Mirage á árinu, ef til vill fleiri ef aukningin heldur áfram. Sala Spark gæti með sömu forsendum náð yfir 60.000 bílum á árinu. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki sætt sig við minni bíla en Toyota Corolla eða Honda Civic, en þeir seljast báðir mjög vel þar. Því er þessi nýi bílaflokkur smábíla að ryðja nýjar brautir í bílalandinu. Ódýrasta gerð Spark kostar um 12.000 dollara í Bandaríkjunum, um 1.350.000 krónur. Lág eyðsla þessara bíla og heppileg stærð í borgum virðist nú höfða til margra kaupenda, en kannski á hækkandi eldsneytisverð stærstan þátt í þessari þróun. Búast má við að fleiri bílaframleiðendur komi í kjölfar Chevrolet og Mitsubishi og kynni smábíla sína fyrir Bandaríkjamönnum á næstunni. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent
Í landi hinna stóru bíla bregður svo við að smábílar eru farnir að seljast vel. Bandaríkjamenn hafa ekki verið ýkja hrifnir af smábílum sem flestir hafa verið hannaðir fyrir Evrópumarkað, Japan og aðra þá markaði þar sem smábílar höfða mikið til kaupenda. Það á einmitt við Chevrolet Spark sem er þó framleiddur af Bandarískum framleiðanda, General Motors. Nú ber svo við að Spark selst mjög vel þar vestra og í síðasta mánuði seldust 5.117 eintök af bílnum og jókst salan um 44,6% frá fyrra ári. Ennfremur er salan góð á öðrum smábíl, Mitsubishi Mirage, en sala á honum hófst á síðasta ári. Vonir Mitsubishi voru bundnar við að selja 7.000 bíla á ári, en nú þegar á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur þeirri sölu verið náð. Ef sala þess bíls heldur áfram á þessum nótum má Mitsubishi búast við að selja 28.000 Mirage á árinu, ef til vill fleiri ef aukningin heldur áfram. Sala Spark gæti með sömu forsendum náð yfir 60.000 bílum á árinu. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki sætt sig við minni bíla en Toyota Corolla eða Honda Civic, en þeir seljast báðir mjög vel þar. Því er þessi nýi bílaflokkur smábíla að ryðja nýjar brautir í bílalandinu. Ódýrasta gerð Spark kostar um 12.000 dollara í Bandaríkjunum, um 1.350.000 krónur. Lág eyðsla þessara bíla og heppileg stærð í borgum virðist nú höfða til margra kaupenda, en kannski á hækkandi eldsneytisverð stærstan þátt í þessari þróun. Búast má við að fleiri bílaframleiðendur komi í kjölfar Chevrolet og Mitsubishi og kynni smábíla sína fyrir Bandaríkjamönnum á næstunni.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent