Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft svipti hulunni af Cortana, skipulagsforriti sem ætlað er að keppa við Siri, skipulagsforrit Apple. Þetta kemur fram á vef BBC.
Cortana, sem er nefnt eftir gervigreindarkerfi í tölvuleiknum geysivinsæla Halo, er sagt eiga betur með að skilja talað mál en Siri.
„Ef þú spyrð Siri um hluti sem hafa verið skrifaðir inn í forritið, eins og íþróttaleiki eða veitingastaði skilur hún frekar vel hvað átt er við," sagði Steve Young, prófessor í upplýsingaverkfræði. „Hins vegar ef þú spyrð það um hluti sem eru ekki inni í forrituninni stimplar það óþekktu orðin inn í leitarvél. Cortana á að geta breytt þessu, þar eð hún á að hafa meiri merkingarfræðilega þekkingu."
Forritið verður fyrst gefið út í Bandaríkjunum, því næst Bretlandi og Kína, og að lokum í almennri uppfærslu á stýrikerfinu Windows 8.1.
Microsoft kynnir Cortana
Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent