Mars besti bílasölumánuður í Bretlandi í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 10:36 Bílar seljast vel í Bretlandi þessa dagana. Motoring Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent