Guðmundur Kristjánsson tryggði Start 3-1 sigur á Haugesund sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þrjú mörk á sex mínútum tryggðu Start sigurinn.
Haugesund komst yfir á 23. mínútu leiksins og var staðan í hálfleik 0-1.
Guðmundur Kristjánsson var skipt inn á á 70. mínútu og mínútu síðar var Start búið að jafna metin. Babacar Sarr þar að verki en hann kom inn á með Guðmundi.
Start komst yfir með marki Markus Berger á 75. mínútu og gerði Guðmundur út um leikinn tveimur mínútum síðar. Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Start og lék allan leikinn.
Þetta var fyrsti sigur Start á leiktíðinni en Haugesund er með eitt stig eftir umferðirnar tvær.
Íslenskir knattspyrnumenn voru einnig í eldlínunni í Svíþjóð í dag. GuðjónBaldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 3-0 fyrir Djurgården í Stokkhólmi.
Skúli Jón Friðgeirsson sat allan tíman á varamannabekk Gefle sem tapaði 2-1 gegn AIK á heimavelli og Arnór Smárason kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Helsingborg tapaði 2-0 fyrir Norrköping.
Guðmundur skoraði í sigri Start
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




