Nissan í stað Ford í Meistaradeildinni Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 10:00 Ford hefur lengi verið stuðningsaðili Meistaradeildarinnar. Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent