Fjölhæf ný V-lína frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 11:48 Mercedes Benz V-Class Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent