Tesla Model S söluhærri en allar gerðir Ford í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 09:19 Tesla Model S seldist best allra bílgerða og annar rafmagnsbíll var í 3. sæti, Nissan Leaf. Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent