Lotus fær hjálp frá breska ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 16:15 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent