Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti 9. apríl 2014 08:46 Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent