Nýr Peugeot í Peking Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 10:15 Peugeot Exalt tilraunabíllinn. Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent