BMW 9 kynntur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 16:09 BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe Concept. Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent
Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent