Eyjólfur Héðinsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar lið hans, FC Midtjylland, vann 3-0 útisigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Randers.
Með sigrinum náði Midtjylland fimm stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, en Aab frá Álaborg getur minnkað muninn á ný niður í tvö stig, vinni liðið sigur á Rúrik Gíslasyni og félögum í FC Kaupmannahöfn í kvöld.
Randers datt niður 11. sæti deildarinnar með tapinu.
Eyjólfur kom inn á í sigurleik Midtjylland

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn