Fyrsta umferð sænsku úrvalsdeildarinnar, Allsvenskan, hófst fyrr í dag með þremur leikjum.
Kristinn Jónsson lék allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Kalmar.
Skúli Jón Friðgeirsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar lið hans, Gefle, gerði 2-2 jafntefli við Mjällby á útivelli. Guðmann Þórisson var ekki í leikmannahópi Mjällby.
Leikur Helsingsborgs og Djurgården var flautaður af, en staðan var 1-1 þegar leik var hætt. Arnór Smárason byrjaði leikinn á varamannabekk Helsingborgs.
Eftir tæpan hálftíma mætast svo annars vegar Malmö og Falkenbergs, lið Halldórs Orra Björnssonar, og hins vegar Halmstad og Örebro, en Kristinn Steindórsson og Guðjón Baldvinsson leika með fyrrnefnda liðinu.
Fyrstu leikirnir í Allsvenskan - Kristinn Jónsson spilaði allan leikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti


Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti


