Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 09:45 Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent