Mögulegt brak fundið í Indlandshafi

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, staðfesti þetta við fjölmiðla fyrir skömmu. Ástralskt skip er nú á vettvangi að reyna að finna hið meinta flak og ná því um borð.
Þá segja fjölmiðlar í Kína frá því að áhafnarmeðlimir kínverskrar flugvélar hafi fundið tvo stóra hluti og marga smáa dreifða yfir nokkurra ferkílómetra svæði. Að minnsta einn af hlutunum mun hafa náðst á mynd.
Skipið Snow Dragon er á leið á svæðið ásamt sex öðrum leitarskipum og um 20 fiskiskipum sem búið að biðja um aðstoð við leitina.
Sjávardýpi á þessu svæði er allt frá 1.150 metrar upp í 7.000 metrar, en yfirvöld í Bandaríkjunum eru nú að senda sérstakt tæki sem leitar að svarta kassa flugvéla á svæðið.
Tengdar fréttir

Leit haldið áfram á Indlandshafi
Víðtæk leit stendur nú yfir á suðurhluta Indlandshafs að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Leitarvélum fjölgað á Indlandshafi
Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni.

Leitarflugvélar geta leitað í aðeins tvo tíma í senn
Leitin að braki sem sást á gervitunglamyndum ástralskra yfirvalda hefur engan árangur borið.

Nýjar gervihnattamyndir sýna mögulegt flugvélabrak á floti
Átta leitarflugvélar, búnar öflugum leitarbúnaði, voru sendar af stað í morgun til viðbótar þeim sem þegar fljúga yfir leitarsvæðinu.

Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar
Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi.

Brak úr vélinni mögulega fundið á Indlandshafi
Ástralar telja sig mögulega hafa fundið brak á gervitunglamyndum sem gæti verið úr Boeing þotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kuala Lumpur.

Kínverjar rannsaka myndir sem gætu sýnt brak úr malasísku vélinni
Kínversk skip eru nú á leið á svæðið sem er á suðurhluta Indlandshafs og búist er við frekari upplýsingum á næstu klukkutímum.