Risastökk og tvö "backflip“ Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 13:10 Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent