Google og Ray-Ban vinna saman að Glass Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. mars 2014 19:30 Maður með Google Glass gleraugnatölvuna. Vísir/AFP Google slæst í lið með hönnunarfyrirtækinu á bak við Ray-Ban og Oakley. Tilgangurinn er sá að gera tæknina aðgengilegri fyrir almenning. BBC segir frá. Luxottica, fyrirtækið á bak við Ray-Ban, gleraugnalínuna frægu hefur samið við tæknirisann Google um að hanna umgjarðir fyrir nýju gleraugnatölvuna Glass. Tilgangurinn er sá að hægt sé að markaðssetja vöruna til almennings. Forstjóri Luxottica, Andrea Guerra sagði samvinnu fyrirtækjanna geta haft í för með sér byltingarkennda nýja tækni. „Fyrstu tegundir tækisins munu sameina fyrsta-flokks tækni og framúrstefnulega hönnun," sagði Guerra.Glass er örsmátt tæki í gleraugnalíki sem er með smágerðan glerskjá, en með því er hægt að taka ljósmyndir, kvikmynda, fá GPS-leiðbeiningar og fleira. Eins og stendur kostar tækið einhverja 1500 dollara, eða um 170.000 krónur, og er aðeins selt til ákveðins hóps prófunaraðila. Búist er við því að verðið lækki talsvert þegar varan kemur á almennan markað. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google slæst í lið með hönnunarfyrirtækinu á bak við Ray-Ban og Oakley. Tilgangurinn er sá að gera tæknina aðgengilegri fyrir almenning. BBC segir frá. Luxottica, fyrirtækið á bak við Ray-Ban, gleraugnalínuna frægu hefur samið við tæknirisann Google um að hanna umgjarðir fyrir nýju gleraugnatölvuna Glass. Tilgangurinn er sá að hægt sé að markaðssetja vöruna til almennings. Forstjóri Luxottica, Andrea Guerra sagði samvinnu fyrirtækjanna geta haft í för með sér byltingarkennda nýja tækni. „Fyrstu tegundir tækisins munu sameina fyrsta-flokks tækni og framúrstefnulega hönnun," sagði Guerra.Glass er örsmátt tæki í gleraugnalíki sem er með smágerðan glerskjá, en með því er hægt að taka ljósmyndir, kvikmynda, fá GPS-leiðbeiningar og fleira. Eins og stendur kostar tækið einhverja 1500 dollara, eða um 170.000 krónur, og er aðeins selt til ákveðins hóps prófunaraðila. Búist er við því að verðið lækki talsvert þegar varan kemur á almennan markað.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent