Nissan innkallar 1 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 15:40 Nissan Altima árgerð 2013. Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent