Hallgrímur Jónasson og félagar í danska liðinu SönderjyskE voru grátlega nálægt því að fá mikilvæg þrjú stig í kvöld.
Þeir gerðu þá 2-2 jafntefli gegn Ara Frey Skúlasyni og félögum í OB.
SönderjyskE komst í 2-1 er þrjár mínútur voru eftir af leiknum en á fjórðu mínútu í uppbótartíma þá jöfnuðu leikmenn OB og tryggðu sér stig.
SönderjyskE sem fyrr á botni úrvalsdeildarinnar en OB er í sjötta sæti.

