Audi R8 E-tron fer 450 km á rafmagni Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 00:01 Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent