Auðustu götur í heimi Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 14:15 Í borginni Ordos í héraði sem liggur nærri Mongólíu búa 20.000 manns en borgina byggðu Kínverjar fyrir ríflega 1 milljón manna, en afar fáir hafa fengist til að flytja til hennar. Engu að síður eru flest mannvirki borgarinnar tilbúin, þar á meðal gatnakerfið. Því eru götur hennar afar greiðfærar og um fögur breiðstræti hennar fer einn og einn bíll á strjáli. Saga þessarar nýbyggðu borgar er býsna grátleg og hefur hún fengið gælunafnið „draugaborg Kína“. Kínverjar höfðu miklar væntingar er þeir lögðu í þann leiðangur að byggja borgina enda í hana mikið lagt og kostað til. Margir af þeim verktökum sem þátt tóku í verkefninu hafa látið sig hverfa og stendur töluvert af byggingum borgarinnar ókláraðar og bíða þess að grotna niður. Sama á við um þá fjárfesta sem tóku þátt í byggingu íbúðarhúsa. Mjög flottur flugvöllur var byggður við borgina, en svo til enginn fer um hann. Af þeim 20.000 íbúum sem í milljón manna borginni búa eru 90% kínverskir en 10% mongólskir. Líklega er veran hjá þeim 20.000 manns ekki ólík þeirri sem Palli, í bókinni Palli var einn í heiminum, upplifði. Þeir fáu vesturlandabúar sem heimsótt hafa Ordor segja að upplifunin sé með miklu ólíkindum. Mikið sé í borgina lagt og að undarlegt sé að lagt hafi verið í svo miklar fjárfestingar án nokkurra íbúa.Hvert íbúðaháhýsið á fætur öðru, en enginn býr í þeim.Flugvöllurinn flotti og tómi.Mikið er lagt í listaverk í Ordor.Glæsileikinn blasir allsstaðar við. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Í borginni Ordos í héraði sem liggur nærri Mongólíu búa 20.000 manns en borgina byggðu Kínverjar fyrir ríflega 1 milljón manna, en afar fáir hafa fengist til að flytja til hennar. Engu að síður eru flest mannvirki borgarinnar tilbúin, þar á meðal gatnakerfið. Því eru götur hennar afar greiðfærar og um fögur breiðstræti hennar fer einn og einn bíll á strjáli. Saga þessarar nýbyggðu borgar er býsna grátleg og hefur hún fengið gælunafnið „draugaborg Kína“. Kínverjar höfðu miklar væntingar er þeir lögðu í þann leiðangur að byggja borgina enda í hana mikið lagt og kostað til. Margir af þeim verktökum sem þátt tóku í verkefninu hafa látið sig hverfa og stendur töluvert af byggingum borgarinnar ókláraðar og bíða þess að grotna niður. Sama á við um þá fjárfesta sem tóku þátt í byggingu íbúðarhúsa. Mjög flottur flugvöllur var byggður við borgina, en svo til enginn fer um hann. Af þeim 20.000 íbúum sem í milljón manna borginni búa eru 90% kínverskir en 10% mongólskir. Líklega er veran hjá þeim 20.000 manns ekki ólík þeirri sem Palli, í bókinni Palli var einn í heiminum, upplifði. Þeir fáu vesturlandabúar sem heimsótt hafa Ordor segja að upplifunin sé með miklu ólíkindum. Mikið sé í borgina lagt og að undarlegt sé að lagt hafi verið í svo miklar fjárfestingar án nokkurra íbúa.Hvert íbúðaháhýsið á fætur öðru, en enginn býr í þeim.Flugvöllurinn flotti og tómi.Mikið er lagt í listaverk í Ordor.Glæsileikinn blasir allsstaðar við.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent