Jepplingasprengja vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:45 Ford Escape er einn þeirra jepplinga sem seljast vel nú vestanhafs. Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent