Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er heldur betur að stimpla sig inn hjá norska liðinu Vålerenga.
Hann skoraði þrennu í dag er liðið gerði sér lítið fyrir og flengdi Noregsmeistara Strömsgodset, 6-1, í æfingaleik.
Lið Vålerenga lítur mjög vel út og hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu.
Viðar, sem kom til félagsins frá Fylki, hefur verið iðinn við kolann og vonandi heldur hann uppteknum hætti er deildin hefst í lok mánaðarins.

