Toyota lokar 2 verksmiðjum í Indlandi vegna launadeilna Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 13:00 Toyota verksmiðja í Indlandi. Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent