Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Randers sem mátti þola tap á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
AGF vann Randers, 3-1, eftir að Elmar og félagar komust yfir um miðbik fyrri hálfleiksins.
Elmar var tekinn af velli á 73. mínútu en hann hefur verið fastamaður í liði Randers í vetur.
Randers er með 25 stig í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. AGF komst með sigrinum úr níunda sætinu í það sjötta þar sem liðið er með 29 stig.
