Enn leiðir McIlroy á Honda Classic 1. mars 2014 22:55 McIlroy hefur verið í miklu stuði á Honda Classic. Vísir/GETTY Þriðja daginn í röð leiðir Norður-Írinn Rory McIlroy Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórída en þegar að 18 holur eru eftir er McIlroy samtals á 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á 69 höggum eða á einu höggi undir pari. Hann á tvö högg á næsta mann sem er Bandaríkjamaðurinn stórefnilegi Russell Henley sem er samtals á 10 höggum undir eftir mögnuð tilþrif á þriðja hring þar sem hann setti meðal annars niður 160 metra högg á 14.holu fyrir frábærum erni. Í þriðja sæti er Russell Knox frá Skotlandi á níu undir pari eftir hring upp á 68 högg í dag. Það er óhætt að fullyrða að það á eftir að verða mikil spenna á morgun en nokkrir þekktir kylfingar eru ekki langt frá toppbaráttunni, þar ber helst að nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er á 7 höggum undir pari sem og fyrrum PGA meistarinn Keegan Bradley, en þeir ásamt fleirum gætu hæglega blandað sér í baráttuna um sigur með góðum hring á morgun.Tiger Woods hristi af sér slenið eftir erfiða byrjun í mótinu en hann lék þriðja hring á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á fimm höggum undir pari og þarf að eiga draumahring á morgun til þess að eiga séns í efstu menn. Á morgun verður lokahringurinn spilaður en atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun lýsa honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsending klukkan 18:00. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðja daginn í röð leiðir Norður-Írinn Rory McIlroy Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórída en þegar að 18 holur eru eftir er McIlroy samtals á 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á 69 höggum eða á einu höggi undir pari. Hann á tvö högg á næsta mann sem er Bandaríkjamaðurinn stórefnilegi Russell Henley sem er samtals á 10 höggum undir eftir mögnuð tilþrif á þriðja hring þar sem hann setti meðal annars niður 160 metra högg á 14.holu fyrir frábærum erni. Í þriðja sæti er Russell Knox frá Skotlandi á níu undir pari eftir hring upp á 68 högg í dag. Það er óhætt að fullyrða að það á eftir að verða mikil spenna á morgun en nokkrir þekktir kylfingar eru ekki langt frá toppbaráttunni, þar ber helst að nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er á 7 höggum undir pari sem og fyrrum PGA meistarinn Keegan Bradley, en þeir ásamt fleirum gætu hæglega blandað sér í baráttuna um sigur með góðum hring á morgun.Tiger Woods hristi af sér slenið eftir erfiða byrjun í mótinu en hann lék þriðja hring á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á fimm höggum undir pari og þarf að eiga draumahring á morgun til þess að eiga séns í efstu menn. Á morgun verður lokahringurinn spilaður en atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun lýsa honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsending klukkan 18:00.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira