Volkswagen undir milljón fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 10:15 Volkswagen og Fiat hafa mikinn áhuga á að bjóða sérlega ódýra bíla fyrir Kínamarkað. Autoblog Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent
Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent