Volkswagen undir milljón fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 10:15 Volkswagen og Fiat hafa mikinn áhuga á að bjóða sérlega ódýra bíla fyrir Kínamarkað. Autoblog Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent