Rússneski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag um 150 punkta til að bregðast við lækkun á gengi rúblunnar. Bloomberg fréttastofan greinir frá þessu.
Lækkunin kemur í kjölfar þess að rússneski herinn hefur fært sig inn á Krímskaga í Úkraínu um helgina en mikill óróleiki ríkir á rússneskum fjármálamörkuðum.
Bandaríkjamenn hafa sagt að til greina komi að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu.
Bloomberg telur að óróleikinn sé líklegast tímabundinn. Rússar eru stórir á orku- og olíuútflutningsmarkaði en óróleiki sem þessi gæti komið sér vel fyrir Rússa, þar sem ahnn skili sér í verðhækkun á hrávöru á eldsneyti.
