Apple snýr sér að bílunum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 11:30 Apple CarPlay verður brátt í bílum flestra bílaframleiðenda. Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent
Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent