Fyrsti bíll Schreyer fyrir Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 11:45 Hyundai Intrado jepplingurinn. Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent