Nýr Toyota Aygo í Genf Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 13:15 Toyota Aygo sem kemur nýr af árgerð 2015. Toyota kynnir nú nýjan Aygo á bílasýningunni í Genf í dag, 4. mars. Bíllinn verður kynntur á Íslandi í byrjun september 2014. Helstu nýjungar í Aygo eru nýtt útlit að utan sem innan, endurbætt hljóðeinangrun, aukinn staðalbúnaður og aukinn öryggisbúnaður. X-laga innfelling á framenda sem útfæra má á mismunandi vegu verður einkennandi fyrir nýjan Aygo. Nöfn á mismunandi útfærslum bílsins eru sótt í þessa hönnun. Í samtali við Pál Þorsteinsson upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi kemur Aygo til að byrja með verða boðinn í þremur útfærslum á Íslandi, Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite. Ekki verður geislaspilari í nýjum Aygo. Stuðst verður við Aux og USB tengi til að streyma tónlist af spilurum. Skemmtilega djörf hönnun er á framenda hins nýja Aygo og X-laga áberandi lína leikur um hann. Aygo deilir sem fyrr vélum, undirvagni, framrúðu og hurðum með Peugeot 108 og Citroën C1 smábílunum, en hann verður engu að síður nokkuð ólíkur þeim vegna þessa djarfa framenda. Nýr Aygo hefur lengst um 25 millimetra, höfuðrými um 7 millimetra og skottrými eykst um 25 lítra, í 168 lítra. Innanrými bílsins.Djarfur litur og djarft útlit. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent
Toyota kynnir nú nýjan Aygo á bílasýningunni í Genf í dag, 4. mars. Bíllinn verður kynntur á Íslandi í byrjun september 2014. Helstu nýjungar í Aygo eru nýtt útlit að utan sem innan, endurbætt hljóðeinangrun, aukinn staðalbúnaður og aukinn öryggisbúnaður. X-laga innfelling á framenda sem útfæra má á mismunandi vegu verður einkennandi fyrir nýjan Aygo. Nöfn á mismunandi útfærslum bílsins eru sótt í þessa hönnun. Í samtali við Pál Þorsteinsson upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi kemur Aygo til að byrja með verða boðinn í þremur útfærslum á Íslandi, Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite. Ekki verður geislaspilari í nýjum Aygo. Stuðst verður við Aux og USB tengi til að streyma tónlist af spilurum. Skemmtilega djörf hönnun er á framenda hins nýja Aygo og X-laga áberandi lína leikur um hann. Aygo deilir sem fyrr vélum, undirvagni, framrúðu og hurðum með Peugeot 108 og Citroën C1 smábílunum, en hann verður engu að síður nokkuð ólíkur þeim vegna þessa djarfa framenda. Nýr Aygo hefur lengst um 25 millimetra, höfuðrými um 7 millimetra og skottrými eykst um 25 lítra, í 168 lítra. Innanrými bílsins.Djarfur litur og djarft útlit.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent