Opel ætla að verða næststærstir í Evrópu árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 10:45 Ef til vill mun Opel Adam hjálpa fyrirtækinu að ná markmiði sínu, en þó helst nýjar bílgerðir. General Motors, eigandi Opel bílamerkisins hefur ekki litlar áætlanir með merki Opel. Stefnan er að gera merkið það næstsöluhæsta í Evrópu árið 2022. Markaðshlutdeild Opel í Evrópu var 7,4% í nýliðnum Febrúar og hækkað frá 7% frá öllu árinu í fyrra. Þetta markmið Opel þýðir að salan verður að fara framúr frönsku samstæðunni PSA/Peugeot-Citroën. Opel ætlar að stækka meira en heildarmarkaðurinn í Evrópu, sagði Karl Thomas Newmann sem fer fyrir Opel-deild GM. Opel ætlar að fjárfesta fyrir 624 milljarða króna í alls 23 nýjum bílgerðum og 13 nýjum vélum fram til ársins 2016 og með því endurnýja flota Opel sem hægt að fullyrða að sé orðinn nokkuð gamall. Þetta var haft eftir honum á bílsýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Newmann segir að árið í ár verði fyrirtækinu erfitt vegna kostnaðar við að loka einni verksmiðju sinni í Bochum í Þýskalandi. Vart þarf að taka fram að Volkswagen selur flesta bíla alla bílaframleiðenda í Evrópu nú. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
General Motors, eigandi Opel bílamerkisins hefur ekki litlar áætlanir með merki Opel. Stefnan er að gera merkið það næstsöluhæsta í Evrópu árið 2022. Markaðshlutdeild Opel í Evrópu var 7,4% í nýliðnum Febrúar og hækkað frá 7% frá öllu árinu í fyrra. Þetta markmið Opel þýðir að salan verður að fara framúr frönsku samstæðunni PSA/Peugeot-Citroën. Opel ætlar að stækka meira en heildarmarkaðurinn í Evrópu, sagði Karl Thomas Newmann sem fer fyrir Opel-deild GM. Opel ætlar að fjárfesta fyrir 624 milljarða króna í alls 23 nýjum bílgerðum og 13 nýjum vélum fram til ársins 2016 og með því endurnýja flota Opel sem hægt að fullyrða að sé orðinn nokkuð gamall. Þetta var haft eftir honum á bílsýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Newmann segir að árið í ár verði fyrirtækinu erfitt vegna kostnaðar við að loka einni verksmiðju sinni í Bochum í Þýskalandi. Vart þarf að taka fram að Volkswagen selur flesta bíla alla bílaframleiðenda í Evrópu nú.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent