Golf rafmagnsspyrnukerra Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 13:23 Volkswagen Golf GTE tvinnbíllinn. Handhafi vegtyllunnar bíll ársins í heiminum er til í afar mörgum gerðum. Sá nýjasti er þessi tvinnútgáfa hans, Volkswagen Golf GTE, sem með bruna- og rafmagnsaflrás sinni er 201 hestafl og aðeins 7,6 sekúndur í hundraðið. Slík framístaða er ekki svo algeng hjá tvinnbílum nútímans. Golf GTE er ennfremur fær um að komast á 130 km hraða eingöngu á rafmagninu, en hámarkshraðinn er 217 km/klst. Það besta við þennan bíl er þó enn óupptalið, en Volkswagen segir að eyðsla hans sé einungis 1,26 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Útlit bílsins svipar mjög til Golf GTI en rauðar innsetningar í GTI hefur verið skipt út fyrir bláar. Brunavélin í Golf GTE er 1,4 lítra auk forþjöppu. Hún er eins og sér 148 hestöfl og rafhlöðurnar skila 101 hestafli, en bíllinn er settur uppá þann hátt að samtals skila þessar aflrásir 201 hestafli er þær vinna saman. Þessi aflrás bílsins er sú sama og í Audi A3 E-Tron. Golf GTE mun kosta eitthvað aðeins meira en Golf GTI sem nú býðst á Íslandi á um 6 milljónir króna og hann kemur á markað í september í Þýskalandi. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Handhafi vegtyllunnar bíll ársins í heiminum er til í afar mörgum gerðum. Sá nýjasti er þessi tvinnútgáfa hans, Volkswagen Golf GTE, sem með bruna- og rafmagnsaflrás sinni er 201 hestafl og aðeins 7,6 sekúndur í hundraðið. Slík framístaða er ekki svo algeng hjá tvinnbílum nútímans. Golf GTE er ennfremur fær um að komast á 130 km hraða eingöngu á rafmagninu, en hámarkshraðinn er 217 km/klst. Það besta við þennan bíl er þó enn óupptalið, en Volkswagen segir að eyðsla hans sé einungis 1,26 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Útlit bílsins svipar mjög til Golf GTI en rauðar innsetningar í GTI hefur verið skipt út fyrir bláar. Brunavélin í Golf GTE er 1,4 lítra auk forþjöppu. Hún er eins og sér 148 hestöfl og rafhlöðurnar skila 101 hestafli, en bíllinn er settur uppá þann hátt að samtals skila þessar aflrásir 201 hestafli er þær vinna saman. Þessi aflrás bílsins er sú sama og í Audi A3 E-Tron. Golf GTE mun kosta eitthvað aðeins meira en Golf GTI sem nú býðst á Íslandi á um 6 milljónir króna og hann kemur á markað í september í Þýskalandi.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent