Nissan ætlar framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 08:45 Nýr Nissan Qashqai er sá heitasti nú um stundir. Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent