Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-29 | Trylltur fögnuður FH Elvar Geir Magnússon skrifar 20. febrúar 2014 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira