„Við viljum búa til hringitón fyrir internetið,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook í gær, á heimsráðstefnu um síma, the Mobile World Congress, um framtíðaráform Facebook. „Fæstir í heiminum hafa aðgang að internetinu.“
Faecbook vinnur verkefnið með nokkrum fyrirtækjum sem eru staðsett víðsvegar um heiminn en Zuckerberg vonast eftir að fleiri fyrirtæki bætist við á næstu árum.
Á vefsíðu verkefnisins er því lýst sem hnattrænni samvinnu milli tæknifyrirtækja, leiðtoga, góðgerðarsamtaka, einstakra svæða og sérfræðinga sem ætla að vinna saman að því að færa öllum heiminum internetið.
„Facebook hefur náð því takmarki að fá einn milljarð notenda. Eftir að því takmarki var náð fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til hinna,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnunni í gær.
Facebook og Zuckerberg hafa verið talsvert í fréttum undanfarið. Fyrir helgi keypti Facebook farsímaforritið WhatsApp og voru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks.
Vilja færa öllum heiminum internetið
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

Mest lesið

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Vextir lækka hjá Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent

Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins
Viðskipti innlent

Arion vill sameinast Kviku
Viðskipti innlent