Refsivert að aka hægt á vinstri akrein í Georgíufylki Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 10:48 Umferð á bandarískum þjóðvegi. Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent