Refsivert að aka hægt á vinstri akrein í Georgíufylki Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 10:48 Umferð á bandarískum þjóðvegi. Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent
Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent