Fyrstu myndir af S-Class Coupe Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 15:17 Nýr Mercedes Benz S-Class Coupe. Autoblog Mercedes Benz ætlar að kynna Coupe útfærslu af hinum nýja S-Class lúxusbíls á morgun. Það hefur ekki komið í veg fyrir að myndir hafi lekið út af bílnum og sjást þær hér. Fáar aðrar upplýsingar fylgja um bílinn en gera má ráð fyrir að í grunninn sé hann eins og venjulegur S-Class og með sama úrval vélbúnaðar. Af myndinni að dæma er bíllinn svo til alveg eins og hugmyndabíllinn sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Húddið er lengra og lægra en á venjulegum S-Class. Eins og flestir aðrir bíla með Coupe-lagi er bíllinn tveggja hurða, en afturhluti bílsins er líklega óbreyttur systurbílnum. Mercedes Benz ætlar einnig að svipta hulunni af nýjum CL-Class á morgun.Ekki er víst að innrétting bílsins verði eins og í sýningarbílnum í Frankfurt. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent
Mercedes Benz ætlar að kynna Coupe útfærslu af hinum nýja S-Class lúxusbíls á morgun. Það hefur ekki komið í veg fyrir að myndir hafi lekið út af bílnum og sjást þær hér. Fáar aðrar upplýsingar fylgja um bílinn en gera má ráð fyrir að í grunninn sé hann eins og venjulegur S-Class og með sama úrval vélbúnaðar. Af myndinni að dæma er bíllinn svo til alveg eins og hugmyndabíllinn sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Húddið er lengra og lægra en á venjulegum S-Class. Eins og flestir aðrir bíla með Coupe-lagi er bíllinn tveggja hurða, en afturhluti bílsins er líklega óbreyttur systurbílnum. Mercedes Benz ætlar einnig að svipta hulunni af nýjum CL-Class á morgun.Ekki er víst að innrétting bílsins verði eins og í sýningarbílnum í Frankfurt.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent